Getum við aðstoðað?
Sjálfvirkni er verkfræðiþjónusta sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hönnun á sjálfvirkum stjórnbúnaði. Innanhúss er áratuga reynsla hönnun rafbúnaðar, vali á mælitækjum, forritun iðntölva og skjákerfa, eftirliti, gangsetningum og prófunum á stjórnkerfum. Við viljum ólm aðstoða þig við að auka skilvirkni og hagkvæmni í þínum framleiðsluferlum. Með aukinni sjálfvirkni gerum við þitt fyrirtæki samkeppnishæfara.
Hönnun - Teikningar - Forritun
Hönnun og teikningar á stjórnbúnaði fyrir iðnað eru meðal okkar daglegu verkefna. Efnaiðnaður, framleiðsluferlar, matvælaiðnaður, birgðastöðvar; enginn geiri iðnaðar er okkur óviðkomandi. Við hönnun rafbúnaðar þarf að hafa til hliðsjónar öll viðeigandi lög, reglugerðir og staðla hverju sinni. Hönnun iðnstýringa felur oftar en ekki í sér innleiðingu iðntölva (PLC/DCS) og notendaviðmóta (HMI/SCADA). Þeirri innleiðingu fylgir forritun, uppsetning og prófanir. Allt þetta eru svið sem Sjálfvirkni sérhæfir sig í.
Reglunartækni
Arðsemi iðnaðarferla er oftar en ekki nátengd gæðum iðnstýringa. Í gegnum hámörkun afkastagetu og afurðagæða og lágmörkun á orku- og hráefnanotkun má ná meiri arðsemi út úr stórum sem smáum framleiðsluferlum. Í því samhengi er val á reglunartækni og vel stilltur og samhæfður búnaður lykilatriði. Sjálfvirkni vinnur náið með eigendum og stjórnendum iðnaðarferla við endurskoðun á reglunartækni og stillingar á PID reglum.
ATEX
Við höfum víðtæka þekkingu á kröfum raf- og stjórnbúnaðar á sprengihættusvæðum. Unnið er út frá ATEX tilskipunum Evrópusambandsins 1999/92/EC og 2014/34/EU og tilheyrandi stöðlum sem styðja við markmið tilskipananna, t.a.m. ÍST EN 60079. Hjá Sjálfvirkni tökum við þátt í kerfishönnun og áhættugreiningu, hönnum rafbúnaðar, veljum mælabúnað og stjórntæki, sjáum um gangsetningar, prófanir og úttektir og komum á reglulegu viðhaldi og skoðunum til að uppfylla viðeigandi reglugerðir og staðla.
Útvegun Búnaðar
Í sérhæfðum verkefnum kemur oft upp sú staða að finna þarf og kaupa sérhæfðan búnað, svo sem mælitæki, drifbúnað, ATEX vottaðan búnað og jafnvel sérstök kerfi. Sjálfvirkni hefur umtalsverða reynslu í að útvega búnað í sérhæfð verkefni þar sem skortur er á þekkingu eða jafnvel áhuga hjá innlendum birgjum. Að fækka milliliðum getur sparað tíma, fjármuni og tryggt að búnaður mæti þeim kröfum sem gerðar eru.
Hafðu Samband
E-mail: ragnar@sjalfvirkni.com
Sími: 860 0817